Sunday 10 August 2008

300 sex ára börn með SM að hefja skólagöngu

Í haust byrja um 4000 sex ára börn í grunnskólum landsins. þá munu 300 börn byrja skólann með erfiðleika við að nota mál og tal, ef hægt er að nota erlendar viðmiðunartölur. Sum barnanna eiga erfitt með að skilja mælt mál, önnur eiga erfitt með að tjá sig og sum þeirra eiga bæði erfitt með að skilja mælt má og að tjá sig. Til eru börn sem þroskast að mestu leiti á dæmigerðan hátt nema á sviði máls og tals. Þau eru með eðlilega heyrn. Hreyfingar eru eins og jafnaldra. Taugaþroski er eðlilegur. Verkleg greind er innan marka dæmigerðra barna en ekki munnleg greind. Þetta hefur verið kallað sértæk málþroskaröskun á íslensku (Specific Language Imparment). Nánari greining á vanda þessara barna hefur sýnt að í samanburði við jafnaldra eiga þessir krakkar erfitt með að læra merkingu orða, þau tjá sig en í samanburði við jafnaldra eru setningar styttri og einfaldari. Þau sleppa oft málfræðiendingum og smáorðum þegar mynda setningar. Þau misheyra oft það sem sagt er við þau. Framburður er stundum óskýr. Þau eru ekki eins dugleg og jafnaldrar að biðja um útskýringar ef þau skilja ekki það sem fram fer og þau leiðrétta ekki viðmælanda sinn ef þau eru misskilin. Í samanburði við jafnaldra hafa þau sjaldnar frumkvæði að samskiptum við önnur börn og þeim gengur verr að leysa úr ágreiningi ef upp koma deilur í barnahópnum. Ofangreint er aðeins stutt upptalning á einkennum sem geta komið fram í málþroska barna með sértæka málþroskaröskun. Þessi einkenni valda því að börnin fá ekki þá mikilvægu æfingu í að nota mál og tal sem nauðsynleg er til að ná tökum góðum tökum á málfari.
Þegar þessir einstaklingar hefja skólagöngu hafa þau frá fyrsta degi minni möguleika á að tileinka sér námsefnið en skólafélagarnir því þau hafa ekki það vald á máli og tali sem miðað er við að 6 ára börn hafi. Mörg þessara barna eiga erfitt með að læra að lesa m.a. vegna frávika í málþroska og erfiðleika við undirstöðuatriði lesturs. Þar með er hafinn ferill neikvæðara upplifana í skólanum. Þeim gengur illa að læra að lesa sér til gagns og ánægu og eiga þá jafnframt erfitt með að tileinka sér námsefnið. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt að það er einmitt þessi hópur sem stendur sig verst á samræmdum prófum í íslensku, í fjórða bekk.
Nýjar rannsóknir birtast um orsakir og einkenni sértækrar málþroskaröskunar. Þær hafa sýnt fram á að strax við þriggja ára aldur eru enskumælandi börn með málþroska á við eins árs börn í málþroska. Það er því ekki ástæða til að bíða og sjá til þegar grunur vaknar um frávik í málþroska á forskólaaldri. Jafnvel 6 ára byrjandi í skóla hefur margra ára reynslu af erfiðleikum við að skilja mælt mál og tjá sig.
Horfur fullorðinna einstaklinga með alvarleg einkenni seinkunnar á málþroska eru heldur daprar. Bresk rannsókn á 17 karlmönnum sem greindir voru með sértæka málþroskaröskum við 6 ára aldur sýndi m.a. að enginn þeirra tók samræmt próf 16 ára og að enginn þeirra var fær um sjálfstæða búsetu þegar þeir voru 36 ára. Þeir bjuggu allir á vegum félagsþjónustunnar eða fjölskyldna sinna.
Þessi pistill er skrifaður til að benda á að þessi hópur barna á ekki málsvara á Íslandi. Það er ekki til stuðningshópur foreldra þessara barna og engin stofnun á Íslandi sinnir greiningu á vandamálum þeirra og veitir þjálfun eða ráðleggingar til foreldra og starfsfólks skóla, nema ef vera skyldi sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar.
300 börn samsvara því að það sé eitt og hálft barn í hverjum sex ára bekk með sértæka málþroskaröskun.
Að bíða og sjá til er úrræði sem er óásættanlegt og að forðast að skilgreina vandan hjálpar þeim ekki. Börn með sértæka málþroskaröskun þurfa sérhæfð úrræði til að hjálpa þeim að ná tökum á tilverunni.

Monday 28 April 2008

Exploring the link between language and behaviour

Summary of Language skills of children with EBD: a literature review, by Gregory J Benner, J Ron Nelson, Michael H Epstein, Journal of Emotional and Behavioural Disorders, 2002.

Approximately three quarters of children with identified emotional and behavioural difficulties have significant language deficits.

Approximately half of those with language disorders have identifiable emotional and behavioural difficulties.

The prevalence of language deficits in children who exhibit anti-social behaviours is ten times higher than in the general population.

Rates vary according to the placement of the children, the stringency of the criteria for language disorder and the number of language measures used.

Pure language deficits, especially those associated with comprehension difficulties, are at greatest risk.

Thus EBD children with unsuspected receptive disorders were rated the most delinquent, the most depressed (by parents) and aggressive (by teachers) and had more severe challenging behaviour.

Children with expressive language disorders were rated as more socially withdrawn and anxious.
The strength of the association between language difficulties and antisocial behaviour increases with age.

Difficulties in initiating and maintaining interpersonal relationships is a key mediating variable between language disorders and antisocial behaviours.

"Language disorders appear to have a devastating effect on interpersonal relationships (ie peer, family, companion) throughout the lifespan."
(Benner, 2002)

(Summary by the Centre for Integrated Healthcare Research, 2006)

Sunday 27 April 2008

Tímastjórnun

Gerðu þér grein fyrir og dragðu úr truflunum. – Forðastu að eyða löngum tíma í að spjalla við vini þína annað hvort beint eða í gegn um netið MSN, Skype, eða að athuga póstinn þinn um leið og hann kemur inn. Ef þú átt erfitt með þetta finndu aðra aðferð til að vinna, Keyptu þér eyrnatappa eða slökktu á póstinum þínum. Reyndu að gefa sjálfri þér góð tímabil án truflanna og einbeittu þér að vinnu þinni, rannsókninni þinni. Skrifaðu hjá þér á blað eða minnisbók atriði sem koma upp í hugan á meðan þú ert að læra/vinna. Ekki sinna verkefninu strax. Skpulegðu hvernær þú hefur tíma til að sinna því.
Stjórnaðu skjalavinnu þinni og skriftum – Notaðu riflás aðferðina ‘Velcro fingers strategy’ um leið og þú tekur upp verkefni, blað, grein eða eitthvað annað ekki sleppa því fyrr en þú hefur ákveðið hvað á það gera við það með því að nota 4 D aðferðina


    1. Gerðu það strax
    2. Frestaðu því en finndu tíma í dagbókinni til að klára verkið og gangtu svo frá því þar til kemur að því í dagbókinni.
    3. Deildu verkinu. Getur einhver annar unnið verkið?
    4. Akveddu að sleppa því: Hentu verkefninu.

Verðu tíma til að skipuleggja eða gera áætlanir. Eyddu tíma í að velta fyrir þér hvernig þú ætlar að skipta upp tíma þínum og hver frogangsverkefnin og markmiðin eru. Tímanum er vel varið við að skrá markmið og gera áætlanir. Þegar þú nærð ekki markmiðum þínum reyndu að finna út hvers vegna frekar en að refsa sjálfri þér fyrir hvernig fór. Getur þú breytt einhverju? Reyndu eftirfarandi aðferðir við að gera áætlanir og athugaðu hvort þær henta þér.
Eyddu 10 mínútum í byrjun hvers dags til að skrá hjá þér hverju þú ætlar að ná þann daginn. Þetta mun hjálpa þér að einbeita þér að ákveðnum verkefnum (setja þau í focus) og hjálpa þér að skipta á milli verkefna.
Eyddu klukkustund á hverjum föstudegi til að taka saman hverju þú hefur áorkað í vikunni sem er að líða og veltu fyrir þér hvar þú þarft að byrja næstu vikuna á eftir. Þú getur líka velt fyrir þér hvort þú átt einhver verðlaun skilið fyrir vel unnin verk.
Eyddu hálfum degi í hverjum mánuði til að skrifa upp1 bls. skýrslu til að senda leiðbeinanda þínum, þar sem þú gerir grein fyrir hverju þú hefur náð þann mánuðinn og hvernig það passar við námsáætlun þína og áætlun um að ljúka rannsókninni.
Skráðu tímana sem þú VINNUR í eina viku. Skráðu hjá þér hversu langan tíma þú eyðir í hvert verkefni þessa viku, hádegismatur, skriftir, tölvupóstur, vinna fyrir stofu, vinna vegna skjólstæðinga, hreyfing, netið, búa til kaffi og spjalla við starfsfélaga og vini. Margir verða mjög hissa hvað þeir eyða raunverulega litlum tíma í rannsóknina sína. Með því að setja rannsóknina og verkefnum tengdum hennar í forgang á vinnutíma dregur þú úr þeim tíma sem þú þarft að eyða á kvöldin og um helgar til að vinna. Það er mikilvægt að geta slakað á frá rannsókninni 1-2 sólahringa og sinnt öðru mikilvægu án þess að vera stöðugt að hugsa um vinnuna/rannsóknina og vera með samviskubit yfir að sinna henna ekki.
Skipulagðu vinnutíma þinni. Það skilar miklu meiru að vinna reglugegan vinnutíma. Að vinna frá níu til fimm og taka hádegismat í klukkustund mun þýða að þú átt möguleika á að hafa jafnvægi á lífi þínu og getur skipt því á milli vinnu og heimilis. Framfarir verða jafnar og stöðugar. Þú vinnur 35 tl 40 stundir á viku og það ætti að vera nóg til að ljúka við rannsókn þína innan tímamarka ef þú notar tíman á skipulagðan hátt. Tímabil taumlausrar vinnu fylgir oft tímbil aðgerðaleysis eða heilsuvandamál og mikið stress. Rannsóknarvinna er maraþon en ekki spretthlaup og þú þarft að passa þig að hafa úthald allan tíman (forðast kulnun).

Sunday 20 April 2008

Finite verb morphology composite: (Leonard et.al 1997)

Method for measurement.
The composite samsenting assessed use of past –ed, 3p singular –s, copula and auxilliariy form is, are, was, were.
Composite was calculated by adding all of the obligatory contexts for the morphemes and dividing this total into the total number of actual productions of these morphemes. Then multiply with 100.
Telja saman hvað oft þátíðarendinging –ed, 3 personu –s, tengisögn og hjálparsagnirnar er, eru, var, voru eiga að koma fyrir og deila því með með fjölda raunverulegra myndana af þessum morphemum. Síðan á að margfada með 100.

Finite verb morphology composite: (Leonard et.al 1997)


Method for measurement.
The composite samsenting assessed use of past –ed, 3p singular –s, copula and auxilliariy form is, are, was, were.
Composite was calculated by adding all of the obligatory contexts for the morphemes and dividing this total into the total number of actual productions of these morphemes. Then multiply with 100.
Telja saman hvað oft þátíðarendinging –ed, 3 personu –s, tengisögn og hjálparsagnirnar er, eru, var, voru eiga að koma fyrir og deila því með með fjölda raunverulegra myndana af þessum morphemum. Síðan á að margfada með 100.

Börn með SM nota am sjalnar en samanburðarhóparnir.

Ég tuðast við að lesa og glósa. Í síðustu viku las ég grein um rannsónkn á sögninni að vera, to be í fyrstu persónu. Rannsakendur Polite and Leonard, fundu út að börn með sértæka málþroskaröskun (SM) notuðu am marktækt minna en samanburðahóparnir (jafnaldrar með eðlilegan málþroska og yngri börn á sama málþroskastigi og SM börnin). Það er aldrei neitt hreint og beint og ég þarf að undirbúa mig undir svoleiðis niðurstöður í minni rannsókn. Í rannsókninni voru 12 börn með SM, meðalaldur 5;3 ára. Fjögur þeirra notuðu am rétt eins og samanburðahópurinn en hin 8 notuðu það ekki rétt. Höfundar höfðu ekki svör við þessum óvæntu niðurstöðum, og takið eftir Leonard er annar þeirra (birtir mjög mikið af rannsóknum um SM). Samt sem áður var geta hinna 8 við að nota am í verkefnunum það slök að það kom fram marktækur munur. Niðurstaða rannsóknarinnar var að það væri ekki nóg að skoða 3 p og fleirtölu (is, are, was, were), heldur þyrfti að bæta við 1 persónu líka þegar athuguð er geta barna með SM að nota sögnina to be. Fleira kom fram í þessari rannsókn sem ég fer ekki í hér og nú. Spurningin er einnig hvernig íslenskan myndi koma út. Í íslensku er 1p. og 3p. eins. Ég er og hann/hún/það er. Ég ætla að birta tilvitnunina hálf kláraða því ég er ekki búin að hlaða hana niður í EndNote.

Polite and Leonard, 2007, A method for assessing the use of first person verb forms by preschool-aged children with SLI.

Sunday 2 March 2008

Það birtir upp

Ég hef ætlað að skrifa um birtuna í nokkra daga.
Það er ástæða til að rétta úr bakinu og horfa með bjartsýni fram á veginn. Nú er farið að birta um átta leitið, þegar ég geng af stað í vinnuna. Það er yndislegt. Það er einnig orðið bjart fram að kvöldmat. Hlakka til að finna orkuna streyma um hugann og líkamann með hækkandi sól.

Wednesday 20 February 2008

Sértæk málþroskaröskun

Sértæk málþroskaröskun er líka kallað máþroskafrávik og seinkun á málþroska. Sértæk málþroskaröskun vísar til barna sem hafa merkjanleg erfiðleika við að læra talað mál. Þau læra ekki málið sem fyrir þeim er haft eins og önnur börn. Hugtakið sértæk málþroskaröskun vísar ekki til einstaklinga sem eiga erfitt með að læra tungumálið vegna vitsmunalegra eða líkamlegrar fötlunar s.s. heyrnardeyfu, tilfinningalegra vandamála eða vöntunar á örvun í umhverfi. Börn með sértæka málþroskaröskun eiga fyrst og fremst erfitt með að læra móðurmálið.

Börn sem sögð eru hafa sértæka málþroskaröskun eru ekki öll eins. Nei, röskun þeirra getur verið margvísleg:

Nokkrum algengum einkennum er lýst hér fyrir neðan:

  • barnið virðist skilja það sem það heyrir, en fólk skilur ekki það sem barnið er að reyna að segja

  • barnið talar skýrt og í löngum setningum, en gengur oft illa að finna aðalatriði þess sem það vildi tjá sig um og segir því oft eitthvað óviðeigandi eða gerir óviðeigandi athugasemdir

  • barnið talar skýrt en notar eitt og eitt orð því það á erfitt með að tengja orðin saman til að búa til setningar. Sleppir oft orðum í setningum

  • barnið skilur eiginlega ekkert talað mál og tjáir sig aðeins með fáum orðum.

Það er venjan að aðgreina milli málskilnings (að skilja talað mál) og máltjáningar (að nota talað mál). Flest börn með sértæka máþroskaröskun hafa betri málskilning eða máltjáningu. Sum eiga erfitt með hvoru tveggja.

Til þess að geta skilið og tjáð sig þarf barnið að hafa vald á:

talfærunum: eða munninum, tungunni, nefinu, öndun, o.fl. Barnið lærir smá saman að stýra og samhæfa hreyfingar talfæranna til að nota þau til að tjá sig. Börn með sértæk málþroskafrávik og erfiðleika við að stjórna talfærunum finnast oft fljótt.

  • hljóðfræði - barnið þarf að þekkja og getað myndað hljóðin í tungumálinu.

  • setningafræði (málfræði og beygingarfræði) - hvernig orð og hlutar orða eru sett saman í setningahluta og setningar.

  • merkingarfræði - merkingu orða, merkingu orðhluta og merkingu setningahluta og merkingu setninga.

  • málnotkun - hvernig málið er notað í ýmsum aðstæðum s.s í upphafi, miðju og lok samtals, eða hvernig það er notað til að tjá tilfinningar.

  • hljómfalli og áherslum orða og setninga - það er takturinn eða tónlistin í því sem við segjum.

Barn getur átt erfitt með að læra og nota hljóðfræði, setningafræði, merkingafræði og málnotkun. Það hefur áhrif á málskilning eða máltjáningu eða hvort tveggja. Barnið getur einnig átt erfitt með að ná valdi á öðrum þroskaþáttum sem eru ekki eins augljósir.

Nauðsynlegt er að sá sem gerir greiningu á sértækri málþroskaröskun hafi víðtæka þekkingu á öllum sviðum málþroska og einnig málþroskafrávikum. Það er líklegt að frávik á einu sviði hafi áhrif á önnur svið líka.
Hvert barn þarfnast nákvæmrar greiningar og einstaklingsmiðaðrar hjálparáætlunar eða námsáætlunar.

Snarað og aðlagað íslenskum aðstæðum af AFASIC vefnum.

Hvað er sértæk málþroskaröskun?

Sértæk málþroskaröskun er líka kallað máþroskafrávik og seinkun á málþroska. Sértæk málþroskaröskun vísar til barna sem hafa merkjanleg erfiðleika við að læra talað mál. Þau læra ekki málið sem fyrir þeim er haft eins og önnur börn. Hugtakið sértæk málþroskaröskun vísar ekki til einstaklinga sem eiga erfitt með að læra tungumálið vegna vitsmunalegra eða líkamlegrar fötlunar s.s. heyrnardeyfu, tilfinningalegra vandamála eða vöntunar á örvun í umhverfi. Börn með sértæka málþroskaröskun eiga fyrst og fremst erfitt með að læra móðurmálið.

Börn sem sögð eru hafa sértæka málþroskaröskun eru ekki öll eins. Nei, röskun þeirra getur verið margvísleg: Nokkrum algengum einkennum er lýst hér fyrir neðan:

  • barnið virðist skilja það sem það heyrir, en fólk skilur ekki það sem barnið er að reyna að segja

  • barnið talar skýrt og í löngum setningum, en gengur oft illa að finna aðalatriði þess sem það vildi tjá sig um og segir því oft eitthvað óviðeigandi eða gerir óviðeigandi athugasemdir

  • barnið talar skýrt en notar eitt og eitt orð því það á erfitt með að tengja orðin saman til að búa til setningar. Sleppir oft orðum í setningum

  • barnið skilur eiginlega ekkert talað mál og tjáir sig aðeins með fáum orðum.


Það er venjan að aðgreina milli málskilnings (að skilja talað mál) og máltjáningar (að nota talað mál). Flest börn með sértæka máþroskaröskun hafa betri málskilning eða máltjáningu. Sum eiga erfitt með hvoru tveggja.


Til þess að geta skilið og tjáð sig þarf barnið að hafa vald á:


  • talfærunum: eða munninum, tungunni, nefinu, öndun, o.fl. Barnið lærir smá saman að stýra og samhæfa hreyfingar talfæranna til að nota þau til að tjá sig. Börn með sértæk málþroskafrávik og erfiðleika við að stjórna talfærunum finnast oft fljótt.

  • hljóðfræði - barnið þarf að þekkja og getað myndað hljóðin í tungumálinu.

  • setningafræði (málfræði og beygingarfræði) - hvernig orð og hlutar orða eru sett saman í setningahluta og setningar.

  • merkingarfræði - merkingu orða, merkingu orðhluta og merkingu setningahluta og merkingu setninga.

  • málnotkun - hvernig málið er notað í ýmsum aðstæðum s.s í upphafi, miðju og lok samtals, eða hvernig það er notað til að tjá tilfinningar.

  • hljómfalli og áherslum orða og setninga - það er takturinn eða tónlistin í því sem við segjum.


Barn getur átt erfitt með að læra og nota hljóðfræði, setningafræði, merkingafræði og málnotkun. Það hefur áhrif á málskilning eða máltjáningu eða hvort tveggja. Barnið getur einnig átt erfitt með að ná valdi á öðrum þroskaþáttum sem eru ekki eins augljósir.


Nauðsynlegt er að sá sem gerir greiningu á sértækri málþroskaröskun hafi víðtæka þekkingu á öllum sviðum málþroska og einnig málþroskafrávikum. Það er líklegt að frávik á einu sviði hafi áhrif á önnur svið líka. Hvert barn þarfnast nákvæmrar greiningar og einstaklingsmiðaðrar hjálparáætlunar eða námsáætlunar.


Snarað og aðlagað íslenskum aðstæðum af AFASIC vefnum.

Friday 8 February 2008

Tölvukaup - val á réttri tölvu.

Ætli maður að kaupa nýja fartölvu er hægt að fá hjálp við að velja rétta tækið.
Á heimasíðu Best Buy www.bestbuy.com er hægt að gera einhverskonar þarfagreiningu á því sem helst hentar manni.
Fyrst er mælt með því að maður meti hvort maður þurfi basic tölvu, fislétta, tölvu sem skemmtitæki t.d. til að leika leiki eða vera í einhverri myndvinnslu eða hvort nota eigi tölvuna í viðskiptaerindum.

Eftirfarandi eru umhugsunaratriði um búnað tölvunnar.
1. RAM best að hafa um 2 GB eða meira sérstaklega ef notað er Windows Vista stýrikerfið.
2. HARÐUR DISKUR, stærð hans fer eftir hvað tölvan er mikið notuð í myndvinnslu. Annars er ég að gera tilraunir með að vista gögnin mín á neti símans. Þannig er minni hætta á að maður tíni þeim.
Það sem skiptir mestu máli varðandi harða diskinn er hversu hratt hann snýst. Það hlýtur líka að skipta miklu máli hver gæði diska eru og hversu þolnir þeir eru fyrir notkun og ferðalögum og þá um leið venjulegu hnjaski. Enginn vill missa gögnin sín út af diskinum vegna þess að hann eyðileggst.
3. ÞYNGD : mikilvægt að hugsa um. Ef maður ferðast um á bíl skiptir þyngdin kannski ekki miklu máli en ef maður gengur með tölvuna þá má hún ekki vera mikið meira en 2-4 kg. Ath. að í bakpokann bætast örugglega við námsbækur og annað sem þyngja hann.
4. SKJASTÆRÐ: Mismunandi möguleikar. Allt frá 13 insum upp í 17 á fartölvum.
5. STÝRIKERFI: Flestir Win notendur eru að skipta um stýrikerfi þessa dagana. Til eru 4 gerðir af gluggunum frá Microsoft. Það fer eftir efni og ástæðum hvað best er að velja.
6.VERÐ : Hvað segir pyngjan?

Thursday 7 February 2008

Tíska, stórar töskur og rauður litur.

Nú berast fréttir að handan, það er handan hafsins frá Evrópu að "oversized" bags eru í tísku og svo er mælt með því að maður setji krydd í tilveruna með því að klæðast rauðu eða noti rauðan varalit. Auðvitað allt í réttri sétteringu m.v. litarhaft.

Saturday 26 January 2008

Sagnir

Í íslensku eru meira en 5141 sagnir skv. grein Hrafnhildar Raganrsdóttur, frá 1999. Þær skiptast í reglulegar og óreglulegar sagnir eða betur þekktar hjá okkur Íslendingum sem sterkar og veikar sagnir. Um 4935 sagnir eru veikar eða um 96% sagna. Veiku sagnirnar skiptast svo í litla flokkinn(-ði/-di/-ti) endingar og stóra flokkinn (-aði) endingar. Í litla flokknum eru um 1090 sagnir og í stóra flokknum eru u.þ.b. 3845 sagnir. Allar nýjar sagnir sem bætast við málið fá -aði endingar t.d. eins og tölvaði en ekki tölvði. Veiku sagnirnar eru miklu færri eða um 4% af öllum sögnum í íslensku. (Reyndar eru hlutföllin mjög svipuð milli sterkra og veikra sagna í norsku og ensku). Veiku sagnirnar teljast um 206 en þar af eru um 150 sem eru notaðar í daglegu máli barna.
Á fyrstu þrem árunum eru börn að læra sagnorð eins og aðra orðflokka. Í málþroskaprófinu Orðaskil (Elín Þöll Þórðardóttir, 1998) er spurt um 121 sögn. Það er talið að áður en börn fara að nota s.k. alhæfingar (overgeneralizations) en þetta orð hefur örugglega verið þýtt eitthvað annað á íslensku sem ég þekki ekki á þessari stundu, læri þau sagnir utanað. Þetta á aðalega við sterka beygingu sagna. Þegar þau byrja að nota overgeneralizations eru þau að byrja að nota þekkingu sína á orðaforða, málfræði og setningafræði til að beita málinu rétt. Skv. grein Elínar (2002) hafa sum börn aðeins lært 19 sagnir áður en þau að byrja að nota alhæfigar en flest þurfa að læra 70 til 80 sagnir áður en þau fara að alhæfa og æfa sig, til að ná tökum á málinu eða sögnum í þessu tilviki. Ensku mælandi börn þurfa að nota 55 sagnir áður en þau byrja að overgeneralizera.

Eflum mál af lífi og sál.

Í gær héldum við ráðstefnu hjá Talþjálfun Reykjavíkur sem við kölluðum Eflum mál af lífi og sál. Hún var mjög vel sótt. Það komu reyndar miklu færri en skráðu sig vegna veðurhamsins en það gerði ekkert til. Við gátum sinnt fólkinu sem kom miklu betur fyrir vikið og það var þægilega margt frammi, fyrir utan ráðstefnusalinn en ekki kraðak.

Við erum búnar að ákveða að endurtaka ráðstefnuna, fyrst að svona margir misstu af henni. Nú er bara að ákveða dag.



Allir fyrirlestrarnir sem ég hlustaði á tókust vel, en það er erfitt að dæma um sinn eigin fyrirlestur.



Við vorum heppnar að Þóra Más vildi flytja okkur niðurstöður hennar úr rannsóknini sinni. Lklega í fyrsta sinn sem hún kynnir niðurstöðurnar á lokaspretti hennar við að skrifa doktorsritgerðina sína.



Super Duper kynningin gekk lika betur en ég þorði að vona. Ég var skíthrædd um að það væri of mikið að ætla að kynna efnið ofan í allt, en það virtist falla í góðan jarðveg.

Saturday 5 January 2008

Félagsleg færni barna með sértæka málþroskaröskun.

Halló Ég ætla að prufa að reka bloggsíðu hér heima. Á Íslandi er enginn maður með mönnum nema hafa gert það. Ég á líka bloggsíðu úti í Bretlandi sem ég hef ekki sett neitt inná lengi.

Nú er ég að lesa grein frá 2005 eftir Marton og fleiri. Í yfirlitinu kemur fram að börn með sértæka málþroskaröskun (SM) hafa minni getu og hæfileika á sviði félags-hugsunar (social cognition) en jafnaldrar og börn sem hafa svipaða mállega getu. Börn með SM hafa verri félags sjálfsmynd (social self-esteam) en ekki verri sjálfs mynd þegar kemur að væntingum í menntun en jafnaldrar og börn sem hafa svipaða mállega getu. Börn með SM nota oft óviðeigandi aðferðir eða tækni til að leysa vandamál sem koma upp í samskiptum við önnur börn. Rannsóknin sýndi líka fram á að foreldrar hafa oft áhyggjur af félagslegri færni barna sem eru með SM á meðan kennarar þessara barna tóku ekki eftir vandamálum í félagslegri færni þessara barna.