Sunday 20 April 2008

Börn með SM nota am sjalnar en samanburðarhóparnir.

Ég tuðast við að lesa og glósa. Í síðustu viku las ég grein um rannsónkn á sögninni að vera, to be í fyrstu persónu. Rannsakendur Polite and Leonard, fundu út að börn með sértæka málþroskaröskun (SM) notuðu am marktækt minna en samanburðahóparnir (jafnaldrar með eðlilegan málþroska og yngri börn á sama málþroskastigi og SM börnin). Það er aldrei neitt hreint og beint og ég þarf að undirbúa mig undir svoleiðis niðurstöður í minni rannsókn. Í rannsókninni voru 12 börn með SM, meðalaldur 5;3 ára. Fjögur þeirra notuðu am rétt eins og samanburðahópurinn en hin 8 notuðu það ekki rétt. Höfundar höfðu ekki svör við þessum óvæntu niðurstöðum, og takið eftir Leonard er annar þeirra (birtir mjög mikið af rannsóknum um SM). Samt sem áður var geta hinna 8 við að nota am í verkefnunum það slök að það kom fram marktækur munur. Niðurstaða rannsóknarinnar var að það væri ekki nóg að skoða 3 p og fleirtölu (is, are, was, were), heldur þyrfti að bæta við 1 persónu líka þegar athuguð er geta barna með SM að nota sögnina to be. Fleira kom fram í þessari rannsókn sem ég fer ekki í hér og nú. Spurningin er einnig hvernig íslenskan myndi koma út. Í íslensku er 1p. og 3p. eins. Ég er og hann/hún/það er. Ég ætla að birta tilvitnunina hálf kláraða því ég er ekki búin að hlaða hana niður í EndNote.

Polite and Leonard, 2007, A method for assessing the use of first person verb forms by preschool-aged children with SLI.

No comments: