Friday 11 December 2009

Málefli, markmið í nóvember og desember

Ég hef gleymt að fara yfir hvernig gekk að vinna að markmiðum nóvembermánaðar. Ég fór yfir þessi atriði á facebook síðunni minni í byrjun nóvember.
Við hittum formann og framkvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands á mjög fróðlegum og upplýsandi fundi.
Við héldum kynningarfund um markmið og starf Máleflis fyrir Félag talkennara og talmeinafræðinga. Þar vorum við með 3 stuttar kynningar, tvær þar sem foreldrar sögðu frá reynslu sinni af að eiga barn með tal- og málhömlun og eina þar sem farið var yfir markmið félagsins. Við enduðum svo fundinn á að skipta þátttakendum í umræðuhópa til að ræða áhersluatriði í starfi félagsins.
Við undirbjuggum vinnufund á Sólheimum í Grímsnesi um áhersluatriði í starfi félagsins og buðum til hans öllum sem voru á stofnfundinum, foreldrum sem hafa lýst sig áhugasama um félagið og meðlimum á facebook síðu félagsins. Enginn boðaði sig á fundinn, þannig að við hættum við að halda hann.
Ekki er annað að gera að endurmeta stöðuna og nota aðrar aðferðir til að ná til foreldra og fagfólks. Ein hugmynd er að fara með umræðupunktana okkar inn á leikskóla og skóla og biðja starfsfólk þar að taka þátt í umræðunni. Við sjáum fyrir okkur u.þ.b. 60 - 90 mínútna fund þar sem félagið væri kynnt og þátttakendum síðan skipt í hópa og þeir beðnir að ræða ákveðin áhersluatriði sem við í stjórninni erum búin að skilgreina. Kannski þarf ekki kynningarfundinn, kannski verður bara nóg að biðja fólk að deila með okkur því sem þeim finnst mikilvægast að vinna að í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik. Allir áhugasamir vinnustaðir eru beðnir um að hafa samband við okkur (malefli@gmail.com).
Þá er bara eftir að finna út hvernig við fáum beint samband við foreldra.
Ein hugmynd er að boða til umræðu á netinu. Bjóða fólki að taka þátt í umræðunni og taka fyrir eitt umræðuefni í einu.

Við erum ekki búin að velja logó ennþá, en það verkefni er í vinnslu, með dyggum stuðningi frá O auglýsingastofunni.
Við héldum 2 eða 3 stjórnarfundi í nóvember, en erum einnig í stöðugu sambandi í gegnum tölvupóstinn.
Við höfum ákveðið að halda aðalfund Máleflis í byrjun eða um miðjan mars og undirbúum jafnframt heimasíðu félagsins.
Við tökum okkur frí í desember, en erum komin með heimavinnu, en það er að lesa skýrslu Berkco þingmanns frá UK um málefni barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik.
Næsti stjórnarfundur verður 9. janúar 2010.

Hugmynd :)

Það er auðveldara fyrir barnið þitt að hlusta og tala ef þú dregur úr hávaða í bakgrunninum t.d. með því að slökkva á sjónvarpinu, útvarpinu og tónlistinni. Barnið getur einbeitt sér að orðunum sem það heyrir og orðunum sem það notar. Geymum sjónvarpið (imbann) þar til börnin eru sofnuð.

"Hvað viltu fá í jólagjöf?"

Vissir þú að það tekur yfir 200 samskipti milli barns og fullorðins að skilja og svara spurningunni "hvað viltu fá í jólagjöf"?
Það tekur barn 50 tilraunir (samskipti) að skilja spurninguna og 150 tilraunir til að hugsa og mynda svar við henni. (Heimasíða I can, sótt 7.12.2009)

Wednesday 29 July 2009

Tíðni Sértækrar málþroskaröskunar - SM

Í grein LaVae Hoffman hér fyrir neðan kemur fram að áætlað sé að 5 til 7 prósent barna í US séu með SM. Reyndar er þá miðað við 5 ára börn.

Til að bera saman við fjölda barna sem greind eru með einhverfu í US segir Hoffman að u.þ.b. eitt af hverju 150 barni er greint með einhverfu.
Á árinu 2008 fæddust 4800 börn á Íslandi. Það má gera ráð fyrir að 32 þeirra verði greind einhverf.
Hoffman segir hins vegar að 8-11 börn af hverjum 15o séu með SM.
Á sama hátt má gera ráð fyrir að 256-352 börn sem fæddust árið 2008 verði greind með SM.
Hvers vegna er það þá þannig að almenningur veit miklu meira um einhverfu en tal- og málþroskafrávik?
(Nýjasta hugtakið sem ég var að lesa er tal-, mál- og samskiptaerfiðleikar eða speech-, language- and communication impairment)
Hvers vegna eru lestrarörðugleikar (dyslexia) og einkenni þeirra mun betur þekkt en tal-, mál- og samskiptaörðugleikar. Tíðni dyslexiu er jafn há og SM.

Bishop, 2009, heldur fram í grein sem ég las nýlega, að þó að orskair SM séu af erfðafræðilegum ástæðum leyfi það ekki þá hugsun að börnin muni ekki græða á meðferð. Hún líkir því við að segja að sykursjúkir (týpa I) muni ekki njóta góðs af meðferð.

Hér þarf að lyfta Grettistaki. Almenningur þarf að fá að vita meira um hvað SM er og hvernig best er að aðstoða barn sem greinist með SM og hverjir áhættuþættirnir eru. Einnig þurfa yfirvöld þ.e. heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk menntastofnanna og fólk í opinberri þjónustu t.d. starfsfólk ráðuneyta og Sjúkratrygginga Íslands að átta sig á að sérhæfð þjálfun eða kennsla skilar árangri. Þeir þurfa að vita hverjir áhættuþættir þess að ganga illa að læra mál og tal eru.

Að bíða og sjá til er ekki læknisfræðilegt úrræði nema gert sé plan um hve lengi á að bíða og hvaða viðmið á nota til að sjá til.

Nóg um SM í dag.

Health-related quality of life of adolescents with childhood diagnosis of specific language impairment.

Niðurstöður rannsóknar um heilsutengd lífsgæði 12-16 ára barna sem greind voru með SM sem ungir einstaklingar.
Niðurstöðurnar segja ekki mikið. Ekki munur á heilsutengdum lífsgæðum dæmigerðra krakka á aldrinum 12-16 ára og krakka á sama aldri með SM. (Er það nokkuð skrítið, þau eru nú ekki mjög gömul þannig að ýmis heilsufarsvandamál eru ekki farin að segja til sín. Hins vegar er þetta áhuga vert ef þeir eru að segja að SM krakkarnir eru ekki feitari en samanburðarbörnin. Hefði verið gott að lesa greinina betur.)
Andleg virkni (mental functioning) var meiri hjá samanburðarhópnum en SM þátttakendum.
Svo er það þetta með lífskraftinn (vitality). Viðmiðunarhópurinn var með minni lífskraft en SM strákarnir (77% svarenda voru strákar), nema hjá SM hópnum sem ungir mældust með slaka frammistöðu á munnlegum þáttum sálfræðiprófa (IQ próf) og töldu sig vera með lestrar- og skriftarörðugleika. Þeirra andlega virkni var marktækt lægri en hjá viðmiðunarhópnum. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar voru að 16D prófið um heilsutengd lífsgæði gefi marktækar upplýsingar um líðan unglinganna.
Rannsóknin var gerð í Finnlandi og bíður eftir að komast út á prenti. Upplýsingarnar hér eru byggðar á vefútgáfu.

Arkkila E, Räsänen P, Roine RP, Sintonen H, Saar V, Vilkman E.
Helsinki and Uusimaa Hospital Group, Helsinki University Central Hospital, Department of Phoniatrics, Helsinki, Finland.

Int J Pediatr Otorhinolaryngol. 2009 Jul 4. [Epub ahead of print]

OBJECTIVE: To evaluate the health-related quality of life (HRQoL) of adolescents with a diagnosis of specific language impairment (SLI). METHODS: A clinical sample of 67 subjects with a childhood diagnosis of SLI, now aged 12-16, were asked to fill out the generic 16D HRQoL questionnaire. The comparison group comprised 235 typically developing peers. Another questionnaire gathered information about school and rehabilitation. RESULTS: Of the surveyed 73% answered; 77% were male. Total HRQoL score between subjects and controls did not differ. The group profiles had some differences. The SLI group experienced more problems in the dimension of mental functioning (p=0.001), whereas the control group was worse off on the dimension vitality (p=0.003). In the SLI group, low vitality was related to low verbal IQ in childhood, and own perception of literacy problems. Long-term speech therapy was associated with problems in the dimension of speech. CONCLUSIONS: The overall HRQoL of adolescents with SLI was at age-level, but language-related problems seemed to lead to increased problems in mental functioning. Low vitality was more of a problem for the controls, but also for those SLI children who had inferior language performance. Adolescents' own perceptions of their life quality are of clinical importance, and 16D seems a usable tool to capture them.
PMID: 19581006 [PubMed - as supplied by publisher]

Thursday 4 June 2009

LaVae Hoffman, assistant professor, University of Virginia Recognized for Work on Language Impairment

U.Va. Curry Professor Recognized for Work on Language Impairment
May 28, 2009 — LaVae Hoffman, University of Virginia assistant professor in the Curry School of Education's Communication Disorders Program, has won a 2008 Editor's Award of the Journal of Speech, Language, and Hearing Research for findings on a ground-breaking study of school-age children who have Specific Language Impairment.In presenting the award, the journal recognized Hoffman's research as meeting "the highest quality standards in research, design, presentation and impact for a given year." Hoffman's award is shared with eight colleagues who co-authored the article, "Efficacy of Fast ForWord Language Intervention in School-age Children with Language Impairment: A Randomized Controlled Trial."
The article published findings of a multi-year, multi-site study backed by $4.5 million from the National Institutes of Health.According to Hoffman, children with Specific Language Impairment are "children who fail to develop age-appropriate abilities to understand what is being said to them and to put sentences together to express their ideas and meet their communication needs.”
Children with this deficit often make frequent grammatical errors, have difficulty structuring sentences, do not comprehend the meanings of words as well as their peers do, fail to consider the needs of their listener or are unable to revise their errors. For example one 8-year-old child with this type of communication deficit described a picture of a boy holding a gift with this statement, "Him a present and he's waiting what's inside," Hoffman explained.

While everyone has difficulty talking occasionally, the communication of children with this type of impairment is frequently convoluted, ambiguous, repetitive, halting or difficult for their listeners to follow. Often children whose language abilities are impaired have difficulty learning to read and write well enough to support their academic achievement."This type of language impairment is puzzling because we do not yet know why a substantial number of children fail to develop adequate language skills," Hoffman said. "
These children do not have hearing or vision problems. They have normal intelligence. They do not have gross neurological deficits such as cerebral palsy or seizure disorders. They do not have emotional or behavioral disorders, and they usually come from homes with parents and caregivers who are supportive and nurturing; yet for some unknown reason their language skills do not unfold as other children's do."
It is estimated that about 5 percent to 7 percent of children have this type of communication problem."To put that number in perspective, that means that while the rate of autism spectrum disorders is currently one in 150 children, the rate of Specific Language Impairment is approximately eight to 11 per 150 children," Hoffman said.
Ultimately, the findings of this research establish evidence to support service decisions that must be made by speech-language pathologists, parents and educators across the nation on behalf of children with Specific Language Impairments.

Wednesday 3 June 2009

Spectral vs. temporal auditory processing in specific language impairment: A developmental ERP study

Posted by Callier Library on June 2, 2009
Pre-linguistic sensory deficits, especially in “temporal” processing, have been implicated in developmental language impairment (LI). However, recent evidence has been equivocal with data suggesting problems in the spectral domain. The present study examined event-related potential (ERP) measures of auditory sensory temporal and spectral processing, and their interaction, in typical children and those with LI (7–17 years; n = 25 per group). The stimuli were three CV syllables and three consonant-to-vowel transitions (spectral sweeps) isolated from the syllables. Each of these six stimuli appeared in three durations (transitions: 20, 50, and 80 ms; syllables: 120, 150, and 180 ms). Behaviorally, the group with LIs showed inferior syllable discrimination both with long and short stimuli. In ERPs, trends were observed in the group with LI for diminished long-latency negativities (the N2–N4 peaks) and a developmentally transient enhancement of the P2 peak. Some, but not all, ERP indices of spectral processing also showed trends to be diminished in the group with LI specifically in responses to syllables. Importantly, measures of the transition N2–N4 peaks correlated with expressive language abilities in the LI children. None of the group differences depended on stimulus duration. Therefore, sound brevity did not account for the diminished spectral resolution in these LI children. Rather, the results suggest a deficit in acoustic feature integration at higher levels of auditory sensory processing. The observed maturational trajectory suggests a non-linear developmental deviance rather than simple delay.


from Cognitive Linguistics



Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að börn með seinkun í málþroska eigi í erfiðleikum með að samþætta eiginleika hljóða (t.d. málhljóða) þegar þau hlusta á þau (auditory sensory processing). T.d. virðast þau eiga í meiri erfiðleikum með að aðgreina stutt og löng atkvæði heldur en viðmiðunarhópur. Skv. niðurstöðum þessarrar rannsóknar,virðist ástæða þess að þau eiga erfitt með að samþætta eiginleika hljóða (suprasegmentals???) ekki vera vegna lengdar hljóðanna heldur vegna annarra hljóðfræðilegra einkenna eins og áður kom fram. Þroskaferillinn sem rannsakaður var bendir til ólínulegrar þroskabrautar frekar en að um einfalda seinkun sé að ræða.

Saturday 23 May 2009

Sértækar málþroskaraskanir

Videoupptaka um sértækar málþroskaraskanir. Fengið af U-tube.

Thursday 21 May 2009

Samtök foreldra og annarra aðstandenda barna með tal og málhömlun.

Í undirbúningi er að stofna samtök foreldra og annarra aðstandenda barna með tal og málhömlun.
Markmið þess verður m.a. að vekja athygli á aðstöðu barna með tal- og málhamlanir, fræða aðstandendur um tal- og málhamlanir, barátta fyrir “réttindum” barna með tal og málhömlun, rannsóknir og fl.

Fjöldi foreldra skráði sig á lista um að hafa áhuga að gerast félagar í svona félagi og nokkrir voru tilbúnir til að undirbúa stofnun félagsins.

Við höfum haldið einn undirbúningshóp og stefnum að því að hittast á mánudaginn aftur (25.5.2009)


Búið er að stofan hóp á Facegrooup sem heitir Tal og málþroskaröskun. http://www.facebook.com/reqs.php#/group.php?gid=76125449522


Vonandi verður stofnun þessa félags til þess að vekja athygli á þörfum barna með tal- og málþroskaröskun hjá yfirvöldum, í skólakerfinu og á heimilum barnanna.