Wednesday 29 July 2009

Tíðni Sértækrar málþroskaröskunar - SM

Í grein LaVae Hoffman hér fyrir neðan kemur fram að áætlað sé að 5 til 7 prósent barna í US séu með SM. Reyndar er þá miðað við 5 ára börn.

Til að bera saman við fjölda barna sem greind eru með einhverfu í US segir Hoffman að u.þ.b. eitt af hverju 150 barni er greint með einhverfu.
Á árinu 2008 fæddust 4800 börn á Íslandi. Það má gera ráð fyrir að 32 þeirra verði greind einhverf.
Hoffman segir hins vegar að 8-11 börn af hverjum 15o séu með SM.
Á sama hátt má gera ráð fyrir að 256-352 börn sem fæddust árið 2008 verði greind með SM.
Hvers vegna er það þá þannig að almenningur veit miklu meira um einhverfu en tal- og málþroskafrávik?
(Nýjasta hugtakið sem ég var að lesa er tal-, mál- og samskiptaerfiðleikar eða speech-, language- and communication impairment)
Hvers vegna eru lestrarörðugleikar (dyslexia) og einkenni þeirra mun betur þekkt en tal-, mál- og samskiptaörðugleikar. Tíðni dyslexiu er jafn há og SM.

Bishop, 2009, heldur fram í grein sem ég las nýlega, að þó að orskair SM séu af erfðafræðilegum ástæðum leyfi það ekki þá hugsun að börnin muni ekki græða á meðferð. Hún líkir því við að segja að sykursjúkir (týpa I) muni ekki njóta góðs af meðferð.

Hér þarf að lyfta Grettistaki. Almenningur þarf að fá að vita meira um hvað SM er og hvernig best er að aðstoða barn sem greinist með SM og hverjir áhættuþættirnir eru. Einnig þurfa yfirvöld þ.e. heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk menntastofnanna og fólk í opinberri þjónustu t.d. starfsfólk ráðuneyta og Sjúkratrygginga Íslands að átta sig á að sérhæfð þjálfun eða kennsla skilar árangri. Þeir þurfa að vita hverjir áhættuþættir þess að ganga illa að læra mál og tal eru.

Að bíða og sjá til er ekki læknisfræðilegt úrræði nema gert sé plan um hve lengi á að bíða og hvaða viðmið á nota til að sjá til.

Nóg um SM í dag.

Health-related quality of life of adolescents with childhood diagnosis of specific language impairment.

Niðurstöður rannsóknar um heilsutengd lífsgæði 12-16 ára barna sem greind voru með SM sem ungir einstaklingar.
Niðurstöðurnar segja ekki mikið. Ekki munur á heilsutengdum lífsgæðum dæmigerðra krakka á aldrinum 12-16 ára og krakka á sama aldri með SM. (Er það nokkuð skrítið, þau eru nú ekki mjög gömul þannig að ýmis heilsufarsvandamál eru ekki farin að segja til sín. Hins vegar er þetta áhuga vert ef þeir eru að segja að SM krakkarnir eru ekki feitari en samanburðarbörnin. Hefði verið gott að lesa greinina betur.)
Andleg virkni (mental functioning) var meiri hjá samanburðarhópnum en SM þátttakendum.
Svo er það þetta með lífskraftinn (vitality). Viðmiðunarhópurinn var með minni lífskraft en SM strákarnir (77% svarenda voru strákar), nema hjá SM hópnum sem ungir mældust með slaka frammistöðu á munnlegum þáttum sálfræðiprófa (IQ próf) og töldu sig vera með lestrar- og skriftarörðugleika. Þeirra andlega virkni var marktækt lægri en hjá viðmiðunarhópnum. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar voru að 16D prófið um heilsutengd lífsgæði gefi marktækar upplýsingar um líðan unglinganna.
Rannsóknin var gerð í Finnlandi og bíður eftir að komast út á prenti. Upplýsingarnar hér eru byggðar á vefútgáfu.

Arkkila E, Räsänen P, Roine RP, Sintonen H, Saar V, Vilkman E.
Helsinki and Uusimaa Hospital Group, Helsinki University Central Hospital, Department of Phoniatrics, Helsinki, Finland.

Int J Pediatr Otorhinolaryngol. 2009 Jul 4. [Epub ahead of print]

OBJECTIVE: To evaluate the health-related quality of life (HRQoL) of adolescents with a diagnosis of specific language impairment (SLI). METHODS: A clinical sample of 67 subjects with a childhood diagnosis of SLI, now aged 12-16, were asked to fill out the generic 16D HRQoL questionnaire. The comparison group comprised 235 typically developing peers. Another questionnaire gathered information about school and rehabilitation. RESULTS: Of the surveyed 73% answered; 77% were male. Total HRQoL score between subjects and controls did not differ. The group profiles had some differences. The SLI group experienced more problems in the dimension of mental functioning (p=0.001), whereas the control group was worse off on the dimension vitality (p=0.003). In the SLI group, low vitality was related to low verbal IQ in childhood, and own perception of literacy problems. Long-term speech therapy was associated with problems in the dimension of speech. CONCLUSIONS: The overall HRQoL of adolescents with SLI was at age-level, but language-related problems seemed to lead to increased problems in mental functioning. Low vitality was more of a problem for the controls, but also for those SLI children who had inferior language performance. Adolescents' own perceptions of their life quality are of clinical importance, and 16D seems a usable tool to capture them.
PMID: 19581006 [PubMed - as supplied by publisher]