Wednesday 24 August 2011

Úttekt á málefnum barna og ungmenna með tal og málþroskafrávik

Alþingi hefur óskað eftir að gerð verði úttekt á málefnum barna með tal og málþroskafrávik.
Menntamálaráðuneytið leitaði til Dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur forstöðumanns Rannsóknastofu um þroska, mál og læsi. Hún fékk Þóru Sæunni Úlfsdóttur, doktorsnema og Jóhönnu Einarsdóttur, lektor í lið með sér.
Búið er að senda inn fjárhagsáætlun en beðið er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort hún verður samþykkt.