Wednesday 29 July 2009

Tíðni Sértækrar málþroskaröskunar - SM

Í grein LaVae Hoffman hér fyrir neðan kemur fram að áætlað sé að 5 til 7 prósent barna í US séu með SM. Reyndar er þá miðað við 5 ára börn.

Til að bera saman við fjölda barna sem greind eru með einhverfu í US segir Hoffman að u.þ.b. eitt af hverju 150 barni er greint með einhverfu.
Á árinu 2008 fæddust 4800 börn á Íslandi. Það má gera ráð fyrir að 32 þeirra verði greind einhverf.
Hoffman segir hins vegar að 8-11 börn af hverjum 15o séu með SM.
Á sama hátt má gera ráð fyrir að 256-352 börn sem fæddust árið 2008 verði greind með SM.
Hvers vegna er það þá þannig að almenningur veit miklu meira um einhverfu en tal- og málþroskafrávik?
(Nýjasta hugtakið sem ég var að lesa er tal-, mál- og samskiptaerfiðleikar eða speech-, language- and communication impairment)
Hvers vegna eru lestrarörðugleikar (dyslexia) og einkenni þeirra mun betur þekkt en tal-, mál- og samskiptaörðugleikar. Tíðni dyslexiu er jafn há og SM.

Bishop, 2009, heldur fram í grein sem ég las nýlega, að þó að orskair SM séu af erfðafræðilegum ástæðum leyfi það ekki þá hugsun að börnin muni ekki græða á meðferð. Hún líkir því við að segja að sykursjúkir (týpa I) muni ekki njóta góðs af meðferð.

Hér þarf að lyfta Grettistaki. Almenningur þarf að fá að vita meira um hvað SM er og hvernig best er að aðstoða barn sem greinist með SM og hverjir áhættuþættirnir eru. Einnig þurfa yfirvöld þ.e. heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk menntastofnanna og fólk í opinberri þjónustu t.d. starfsfólk ráðuneyta og Sjúkratrygginga Íslands að átta sig á að sérhæfð þjálfun eða kennsla skilar árangri. Þeir þurfa að vita hverjir áhættuþættir þess að ganga illa að læra mál og tal eru.

Að bíða og sjá til er ekki læknisfræðilegt úrræði nema gert sé plan um hve lengi á að bíða og hvaða viðmið á nota til að sjá til.

Nóg um SM í dag.

No comments: