Sunday 18 November 2012

Úttekt á börnum með tal- og málþroskafrávik frá Bretlandi


Í breskri rannsókn kenndri við þingmanninn John Bercow (2008) var gerð athugun á þjónustu, ábyrgð, dreifingu fjármagns og eftirfylgni sem beindist að börnum og ungmennum (0-19 ára) með sérþarfir á sviði tals- og málþroska (Bercow, 2008). Þátttakendur svöruðu opnum spurningum. 
Niðurstöður rannsóknarinnar fjall um fimm svið. 
Í fyrsta lagi að færni í máli og tali skipti sköpum fyrir einstaklinginn og framtíðarmöguleika hans, 
í öðru lagi að snemmtæk íhlutun og skilgreind meðferð væri grundvallaratriði til að koma í veg fyrir laka útkomu hjá börnum og ungmennum, 
í þriðja lagi að þjónustan þurfi að vera samfelld og miðast við þarfir fjölskyldnanna, 
í fjórða lagi að samstarf og teymisvinna fjölskyldna og faghópa væri nauðsynleg og 
í fimmta lagi að þáverandi kerfi um þjónustu einkenndist af miklum breytileika og ósanngirni.