Saturday 26 January 2008

Sagnir

Í íslensku eru meira en 5141 sagnir skv. grein Hrafnhildar Raganrsdóttur, frá 1999. Þær skiptast í reglulegar og óreglulegar sagnir eða betur þekktar hjá okkur Íslendingum sem sterkar og veikar sagnir. Um 4935 sagnir eru veikar eða um 96% sagna. Veiku sagnirnar skiptast svo í litla flokkinn(-ði/-di/-ti) endingar og stóra flokkinn (-aði) endingar. Í litla flokknum eru um 1090 sagnir og í stóra flokknum eru u.þ.b. 3845 sagnir. Allar nýjar sagnir sem bætast við málið fá -aði endingar t.d. eins og tölvaði en ekki tölvði. Veiku sagnirnar eru miklu færri eða um 4% af öllum sögnum í íslensku. (Reyndar eru hlutföllin mjög svipuð milli sterkra og veikra sagna í norsku og ensku). Veiku sagnirnar teljast um 206 en þar af eru um 150 sem eru notaðar í daglegu máli barna.
Á fyrstu þrem árunum eru börn að læra sagnorð eins og aðra orðflokka. Í málþroskaprófinu Orðaskil (Elín Þöll Þórðardóttir, 1998) er spurt um 121 sögn. Það er talið að áður en börn fara að nota s.k. alhæfingar (overgeneralizations) en þetta orð hefur örugglega verið þýtt eitthvað annað á íslensku sem ég þekki ekki á þessari stundu, læri þau sagnir utanað. Þetta á aðalega við sterka beygingu sagna. Þegar þau byrja að nota overgeneralizations eru þau að byrja að nota þekkingu sína á orðaforða, málfræði og setningafræði til að beita málinu rétt. Skv. grein Elínar (2002) hafa sum börn aðeins lært 19 sagnir áður en þau að byrja að nota alhæfigar en flest þurfa að læra 70 til 80 sagnir áður en þau fara að alhæfa og æfa sig, til að ná tökum á málinu eða sögnum í þessu tilviki. Ensku mælandi börn þurfa að nota 55 sagnir áður en þau byrja að overgeneralizera.

Eflum mál af lífi og sál.

Í gær héldum við ráðstefnu hjá Talþjálfun Reykjavíkur sem við kölluðum Eflum mál af lífi og sál. Hún var mjög vel sótt. Það komu reyndar miklu færri en skráðu sig vegna veðurhamsins en það gerði ekkert til. Við gátum sinnt fólkinu sem kom miklu betur fyrir vikið og það var þægilega margt frammi, fyrir utan ráðstefnusalinn en ekki kraðak.

Við erum búnar að ákveða að endurtaka ráðstefnuna, fyrst að svona margir misstu af henni. Nú er bara að ákveða dag.



Allir fyrirlestrarnir sem ég hlustaði á tókust vel, en það er erfitt að dæma um sinn eigin fyrirlestur.



Við vorum heppnar að Þóra Más vildi flytja okkur niðurstöður hennar úr rannsóknini sinni. Lklega í fyrsta sinn sem hún kynnir niðurstöðurnar á lokaspretti hennar við að skrifa doktorsritgerðina sína.



Super Duper kynningin gekk lika betur en ég þorði að vona. Ég var skíthrædd um að það væri of mikið að ætla að kynna efnið ofan í allt, en það virtist falla í góðan jarðveg.

Saturday 5 January 2008

Félagsleg færni barna með sértæka málþroskaröskun.

Halló Ég ætla að prufa að reka bloggsíðu hér heima. Á Íslandi er enginn maður með mönnum nema hafa gert það. Ég á líka bloggsíðu úti í Bretlandi sem ég hef ekki sett neitt inná lengi.

Nú er ég að lesa grein frá 2005 eftir Marton og fleiri. Í yfirlitinu kemur fram að börn með sértæka málþroskaröskun (SM) hafa minni getu og hæfileika á sviði félags-hugsunar (social cognition) en jafnaldrar og börn sem hafa svipaða mállega getu. Börn með SM hafa verri félags sjálfsmynd (social self-esteam) en ekki verri sjálfs mynd þegar kemur að væntingum í menntun en jafnaldrar og börn sem hafa svipaða mállega getu. Börn með SM nota oft óviðeigandi aðferðir eða tækni til að leysa vandamál sem koma upp í samskiptum við önnur börn. Rannsóknin sýndi líka fram á að foreldrar hafa oft áhyggjur af félagslegri færni barna sem eru með SM á meðan kennarar þessara barna tóku ekki eftir vandamálum í félagslegri færni þessara barna.