Saturday 26 January 2008

Eflum mál af lífi og sál.

Í gær héldum við ráðstefnu hjá Talþjálfun Reykjavíkur sem við kölluðum Eflum mál af lífi og sál. Hún var mjög vel sótt. Það komu reyndar miklu færri en skráðu sig vegna veðurhamsins en það gerði ekkert til. Við gátum sinnt fólkinu sem kom miklu betur fyrir vikið og það var þægilega margt frammi, fyrir utan ráðstefnusalinn en ekki kraðak.

Við erum búnar að ákveða að endurtaka ráðstefnuna, fyrst að svona margir misstu af henni. Nú er bara að ákveða dag.



Allir fyrirlestrarnir sem ég hlustaði á tókust vel, en það er erfitt að dæma um sinn eigin fyrirlestur.



Við vorum heppnar að Þóra Más vildi flytja okkur niðurstöður hennar úr rannsóknini sinni. Lklega í fyrsta sinn sem hún kynnir niðurstöðurnar á lokaspretti hennar við að skrifa doktorsritgerðina sína.



Super Duper kynningin gekk lika betur en ég þorði að vona. Ég var skíthrædd um að það væri of mikið að ætla að kynna efnið ofan í allt, en það virtist falla í góðan jarðveg.

No comments: