Saturday 5 January 2008

Félagsleg færni barna með sértæka málþroskaröskun.

Halló Ég ætla að prufa að reka bloggsíðu hér heima. Á Íslandi er enginn maður með mönnum nema hafa gert það. Ég á líka bloggsíðu úti í Bretlandi sem ég hef ekki sett neitt inná lengi.

Nú er ég að lesa grein frá 2005 eftir Marton og fleiri. Í yfirlitinu kemur fram að börn með sértæka málþroskaröskun (SM) hafa minni getu og hæfileika á sviði félags-hugsunar (social cognition) en jafnaldrar og börn sem hafa svipaða mállega getu. Börn með SM hafa verri félags sjálfsmynd (social self-esteam) en ekki verri sjálfs mynd þegar kemur að væntingum í menntun en jafnaldrar og börn sem hafa svipaða mállega getu. Börn með SM nota oft óviðeigandi aðferðir eða tækni til að leysa vandamál sem koma upp í samskiptum við önnur börn. Rannsóknin sýndi líka fram á að foreldrar hafa oft áhyggjur af félagslegri færni barna sem eru með SM á meðan kennarar þessara barna tóku ekki eftir vandamálum í félagslegri færni þessara barna.

No comments: