Friday 29 January 2010

Tengsl málþroskafrávka og afbrota

Tengsl málrþroskafrávika og afbrota hjá ungu afbrotafólki er há í Bretlandi. Í 7000 manna úrtaki ungra afbrotamanna voru 60% með frávik í tali og málþroska.
Á mörgum stöðum hafa meðferðarúrræði verið þróuð. Þau eru oftast byggð á samtalsmeðferðum annað hvort einstaklingslega eða í hópum. Það hefur komið fyrir að hætt hafi verið við þessi meðferðarúrræði vegna þess að markmiðum þeirra var ekki náð t.d. að fækka starfsfólki við að flytja fanga milli staða. Sjaldan eða aldrei er lagt mat á tal- og/eða málþroska vistmanna. Getur verið að hegðun þeirra breytist ekki því þeir skilja ekki það sem talað er um í meðferðinni? Er fjöldi starfsmanna rétt viðmiðun til að meta árangur?
Hvernig er þessum málum háttað á Íslandi??
Betur má ef duga skal.

Tengsl málþroskafrávika og afbrota.

Tíðni málþroskafrávika hjá ungu afbrotafólki í Bretlandi er há. Töluverðum peningum hefur verið veitt í prógröm / þjónustu handa þessum krökkum. Flest þessara prógramma byggja á samtalsmeðferðum. Ekki hefur verið tryggt að þátttakendur skilji það sem fer fram á fundunum. Hætt hefur verið við sum meðferðarprógröm því þau skiluðu ekki þeim árangri sem vænst var. Í einu tilviki var viðmiðunin að það þyrfti færra starfsfólk til að flytja fangana á milli staða. Getur verið að gleymst hafi að huga að málþroska þátttakandanna þannig að þeir héldu áfram að vera jafn erfiðir og neikvæðir í hegðun því þeim var ekki hjálpað að skilja það sem fram fór á námskeiðinu. Betur má ef duga skal.