Friday 29 January 2010

Tengsl málþroskafrávika og afbrota.

Tíðni málþroskafrávika hjá ungu afbrotafólki í Bretlandi er há. Töluverðum peningum hefur verið veitt í prógröm / þjónustu handa þessum krökkum. Flest þessara prógramma byggja á samtalsmeðferðum. Ekki hefur verið tryggt að þátttakendur skilji það sem fer fram á fundunum. Hætt hefur verið við sum meðferðarprógröm því þau skiluðu ekki þeim árangri sem vænst var. Í einu tilviki var viðmiðunin að það þyrfti færra starfsfólk til að flytja fangana á milli staða. Getur verið að gleymst hafi að huga að málþroska þátttakandanna þannig að þeir héldu áfram að vera jafn erfiðir og neikvæðir í hegðun því þeim var ekki hjálpað að skilja það sem fram fór á námskeiðinu. Betur má ef duga skal.

No comments: