Saturday 26 January 2008

Sagnir

Í íslensku eru meira en 5141 sagnir skv. grein Hrafnhildar Raganrsdóttur, frá 1999. Þær skiptast í reglulegar og óreglulegar sagnir eða betur þekktar hjá okkur Íslendingum sem sterkar og veikar sagnir. Um 4935 sagnir eru veikar eða um 96% sagna. Veiku sagnirnar skiptast svo í litla flokkinn(-ði/-di/-ti) endingar og stóra flokkinn (-aði) endingar. Í litla flokknum eru um 1090 sagnir og í stóra flokknum eru u.þ.b. 3845 sagnir. Allar nýjar sagnir sem bætast við málið fá -aði endingar t.d. eins og tölvaði en ekki tölvði. Veiku sagnirnar eru miklu færri eða um 4% af öllum sögnum í íslensku. (Reyndar eru hlutföllin mjög svipuð milli sterkra og veikra sagna í norsku og ensku). Veiku sagnirnar teljast um 206 en þar af eru um 150 sem eru notaðar í daglegu máli barna.
Á fyrstu þrem árunum eru börn að læra sagnorð eins og aðra orðflokka. Í málþroskaprófinu Orðaskil (Elín Þöll Þórðardóttir, 1998) er spurt um 121 sögn. Það er talið að áður en börn fara að nota s.k. alhæfingar (overgeneralizations) en þetta orð hefur örugglega verið þýtt eitthvað annað á íslensku sem ég þekki ekki á þessari stundu, læri þau sagnir utanað. Þetta á aðalega við sterka beygingu sagna. Þegar þau byrja að nota overgeneralizations eru þau að byrja að nota þekkingu sína á orðaforða, málfræði og setningafræði til að beita málinu rétt. Skv. grein Elínar (2002) hafa sum börn aðeins lært 19 sagnir áður en þau að byrja að nota alhæfigar en flest þurfa að læra 70 til 80 sagnir áður en þau fara að alhæfa og æfa sig, til að ná tökum á málinu eða sögnum í þessu tilviki. Ensku mælandi börn þurfa að nota 55 sagnir áður en þau byrja að overgeneralizera.

No comments: