Sunday 27 April 2008

Tímastjórnun

Gerðu þér grein fyrir og dragðu úr truflunum. – Forðastu að eyða löngum tíma í að spjalla við vini þína annað hvort beint eða í gegn um netið MSN, Skype, eða að athuga póstinn þinn um leið og hann kemur inn. Ef þú átt erfitt með þetta finndu aðra aðferð til að vinna, Keyptu þér eyrnatappa eða slökktu á póstinum þínum. Reyndu að gefa sjálfri þér góð tímabil án truflanna og einbeittu þér að vinnu þinni, rannsókninni þinni. Skrifaðu hjá þér á blað eða minnisbók atriði sem koma upp í hugan á meðan þú ert að læra/vinna. Ekki sinna verkefninu strax. Skpulegðu hvernær þú hefur tíma til að sinna því.
Stjórnaðu skjalavinnu þinni og skriftum – Notaðu riflás aðferðina ‘Velcro fingers strategy’ um leið og þú tekur upp verkefni, blað, grein eða eitthvað annað ekki sleppa því fyrr en þú hefur ákveðið hvað á það gera við það með því að nota 4 D aðferðina


    1. Gerðu það strax
    2. Frestaðu því en finndu tíma í dagbókinni til að klára verkið og gangtu svo frá því þar til kemur að því í dagbókinni.
    3. Deildu verkinu. Getur einhver annar unnið verkið?
    4. Akveddu að sleppa því: Hentu verkefninu.

Verðu tíma til að skipuleggja eða gera áætlanir. Eyddu tíma í að velta fyrir þér hvernig þú ætlar að skipta upp tíma þínum og hver frogangsverkefnin og markmiðin eru. Tímanum er vel varið við að skrá markmið og gera áætlanir. Þegar þú nærð ekki markmiðum þínum reyndu að finna út hvers vegna frekar en að refsa sjálfri þér fyrir hvernig fór. Getur þú breytt einhverju? Reyndu eftirfarandi aðferðir við að gera áætlanir og athugaðu hvort þær henta þér.
Eyddu 10 mínútum í byrjun hvers dags til að skrá hjá þér hverju þú ætlar að ná þann daginn. Þetta mun hjálpa þér að einbeita þér að ákveðnum verkefnum (setja þau í focus) og hjálpa þér að skipta á milli verkefna.
Eyddu klukkustund á hverjum föstudegi til að taka saman hverju þú hefur áorkað í vikunni sem er að líða og veltu fyrir þér hvar þú þarft að byrja næstu vikuna á eftir. Þú getur líka velt fyrir þér hvort þú átt einhver verðlaun skilið fyrir vel unnin verk.
Eyddu hálfum degi í hverjum mánuði til að skrifa upp1 bls. skýrslu til að senda leiðbeinanda þínum, þar sem þú gerir grein fyrir hverju þú hefur náð þann mánuðinn og hvernig það passar við námsáætlun þína og áætlun um að ljúka rannsókninni.
Skráðu tímana sem þú VINNUR í eina viku. Skráðu hjá þér hversu langan tíma þú eyðir í hvert verkefni þessa viku, hádegismatur, skriftir, tölvupóstur, vinna fyrir stofu, vinna vegna skjólstæðinga, hreyfing, netið, búa til kaffi og spjalla við starfsfélaga og vini. Margir verða mjög hissa hvað þeir eyða raunverulega litlum tíma í rannsóknina sína. Með því að setja rannsóknina og verkefnum tengdum hennar í forgang á vinnutíma dregur þú úr þeim tíma sem þú þarft að eyða á kvöldin og um helgar til að vinna. Það er mikilvægt að geta slakað á frá rannsókninni 1-2 sólahringa og sinnt öðru mikilvægu án þess að vera stöðugt að hugsa um vinnuna/rannsóknina og vera með samviskubit yfir að sinna henna ekki.
Skipulagðu vinnutíma þinni. Það skilar miklu meiru að vinna reglugegan vinnutíma. Að vinna frá níu til fimm og taka hádegismat í klukkustund mun þýða að þú átt möguleika á að hafa jafnvægi á lífi þínu og getur skipt því á milli vinnu og heimilis. Framfarir verða jafnar og stöðugar. Þú vinnur 35 tl 40 stundir á viku og það ætti að vera nóg til að ljúka við rannsókn þína innan tímamarka ef þú notar tíman á skipulagðan hátt. Tímabil taumlausrar vinnu fylgir oft tímbil aðgerðaleysis eða heilsuvandamál og mikið stress. Rannsóknarvinna er maraþon en ekki spretthlaup og þú þarft að passa þig að hafa úthald allan tíman (forðast kulnun).

No comments: