Friday 8 February 2008

Tölvukaup - val á réttri tölvu.

Ætli maður að kaupa nýja fartölvu er hægt að fá hjálp við að velja rétta tækið.
Á heimasíðu Best Buy www.bestbuy.com er hægt að gera einhverskonar þarfagreiningu á því sem helst hentar manni.
Fyrst er mælt með því að maður meti hvort maður þurfi basic tölvu, fislétta, tölvu sem skemmtitæki t.d. til að leika leiki eða vera í einhverri myndvinnslu eða hvort nota eigi tölvuna í viðskiptaerindum.

Eftirfarandi eru umhugsunaratriði um búnað tölvunnar.
1. RAM best að hafa um 2 GB eða meira sérstaklega ef notað er Windows Vista stýrikerfið.
2. HARÐUR DISKUR, stærð hans fer eftir hvað tölvan er mikið notuð í myndvinnslu. Annars er ég að gera tilraunir með að vista gögnin mín á neti símans. Þannig er minni hætta á að maður tíni þeim.
Það sem skiptir mestu máli varðandi harða diskinn er hversu hratt hann snýst. Það hlýtur líka að skipta miklu máli hver gæði diska eru og hversu þolnir þeir eru fyrir notkun og ferðalögum og þá um leið venjulegu hnjaski. Enginn vill missa gögnin sín út af diskinum vegna þess að hann eyðileggst.
3. ÞYNGD : mikilvægt að hugsa um. Ef maður ferðast um á bíl skiptir þyngdin kannski ekki miklu máli en ef maður gengur með tölvuna þá má hún ekki vera mikið meira en 2-4 kg. Ath. að í bakpokann bætast örugglega við námsbækur og annað sem þyngja hann.
4. SKJASTÆRÐ: Mismunandi möguleikar. Allt frá 13 insum upp í 17 á fartölvum.
5. STÝRIKERFI: Flestir Win notendur eru að skipta um stýrikerfi þessa dagana. Til eru 4 gerðir af gluggunum frá Microsoft. Það fer eftir efni og ástæðum hvað best er að velja.
6.VERÐ : Hvað segir pyngjan?

No comments: