Monday 5 July 2010

Talfræðingurinn


Talfræðingurinn verður gefinn út nú í júlí.

Talfræðingurinn 2010 fjallar að þessu sinni um málþroskafrávik skólabarna en átt við bæði leikskóla og grunnskólabörn.
Í blaðinu verða meðal annars þrjár spennandi greinar um íslensku málhljóðin og lestrarnám, Lubbi finnur málbein, Lærum og leikum með hljóðin og Fimm vinir í leik og lestri. Í þessum greinum er fjallað um fræðilegar forsendur og hugmyndir um notkun. Ennfremur eru greinar um Mál og Lestur, lesskilningserfiðleika, og horfur barna sem greinast með sértæka málþroskaerfiðleika á leikskólaaldri, LOGOS, Orðminniserfiðleika auk fleira spennandi efnis. Blaðið kostar 2000 í áskrift en er á sérstöku tilboðsverði kr. 1500 til 15 júlí. Áhugasamir hafi samband við talfraedingurinn@visir.is.

No comments: