Sunday 18 November 2012

Úttekt á börnum með tal- og málþroskafrávik frá Bretlandi


Í breskri rannsókn kenndri við þingmanninn John Bercow (2008) var gerð athugun á þjónustu, ábyrgð, dreifingu fjármagns og eftirfylgni sem beindist að börnum og ungmennum (0-19 ára) með sérþarfir á sviði tals- og málþroska (Bercow, 2008). Þátttakendur svöruðu opnum spurningum. 
Niðurstöður rannsóknarinnar fjall um fimm svið. 
Í fyrsta lagi að færni í máli og tali skipti sköpum fyrir einstaklinginn og framtíðarmöguleika hans, 
í öðru lagi að snemmtæk íhlutun og skilgreind meðferð væri grundvallaratriði til að koma í veg fyrir laka útkomu hjá börnum og ungmennum, 
í þriðja lagi að þjónustan þurfi að vera samfelld og miðast við þarfir fjölskyldnanna, 
í fjórða lagi að samstarf og teymisvinna fjölskyldna og faghópa væri nauðsynleg og 
í fimmta lagi að þáverandi kerfi um þjónustu einkenndist af miklum breytileika og ósanngirni. 

Wednesday 24 August 2011

Úttekt á málefnum barna og ungmenna með tal og málþroskafrávik

Alþingi hefur óskað eftir að gerð verði úttekt á málefnum barna með tal og málþroskafrávik.
Menntamálaráðuneytið leitaði til Dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur forstöðumanns Rannsóknastofu um þroska, mál og læsi. Hún fékk Þóru Sæunni Úlfsdóttur, doktorsnema og Jóhönnu Einarsdóttur, lektor í lið með sér.
Búið er að senda inn fjárhagsáætlun en beðið er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort hún verður samþykkt.

Monday 19 July 2010

Einkenni SM hjá ungum börnum.

Enn ein sagan sem lýsir einkennum sértækrar málþroskaröskunar hjá ungum börnum.
Ég hef ekki tíma til að snara henni yfir á okkar ástkæra ylhýra, núna.
Sagan birtist á heimasíðu Communication Trust.

Anna's story - ‘She’ll develop at her own rate’ / is anyone listening?
Anna’s mother says: ‘Anna was a difficult baby always crying and difficult to settle. She was my first baby and I didn’t always know if I was doing everything right. By18 months I felt there was something wrong but I didn’t know what. She had a few words – that seemed OK. But, she didn’t seem to play well, tended to break her toys and never spent any time on any one thing.
When Anna started at a pre-school playgroup, her mother noticed that Anna’s interaction with other children was poor, but pre-school staff insisted everything was fine and that Anna would ‘develop at her own rate.’ Anna’s mother was convinced.
Anna then started at school. The teacher was not happy with Anna’s behaviour and upset her mother by suggesting poor parenting. Anna’s mother began to notice that her daughter mixed up words and misunderstood some things, but she did not know what to do.
The school could barely cope with her behaviour and insisted that she spent lunchtimes at home with her mother. Anna began to stammer and her mother’s friend, who was a health visitor, suggested a self referral to the Speech and Language Therapy Service. At the age of 5 Anna was assessed and was diagnosed with a specific language impairment.
Anna’s SLCN were so severe that she was given a statement of special educational needs and received teaching assistant time in school. The teaching assistant had experience in specific language impairment and this was really helpful.Anna now has improved confidence and self-esteem and her mainstream school has become more understanding. She still has a significant speech and language problem and her mother is concerned about her transition to secondary school.

Monday 5 July 2010

Talfræðingurinn


Talfræðingurinn verður gefinn út nú í júlí.

Talfræðingurinn 2010 fjallar að þessu sinni um málþroskafrávik skólabarna en átt við bæði leikskóla og grunnskólabörn.
Í blaðinu verða meðal annars þrjár spennandi greinar um íslensku málhljóðin og lestrarnám, Lubbi finnur málbein, Lærum og leikum með hljóðin og Fimm vinir í leik og lestri. Í þessum greinum er fjallað um fræðilegar forsendur og hugmyndir um notkun. Ennfremur eru greinar um Mál og Lestur, lesskilningserfiðleika, og horfur barna sem greinast með sértæka málþroskaerfiðleika á leikskólaaldri, LOGOS, Orðminniserfiðleika auk fleira spennandi efnis. Blaðið kostar 2000 í áskrift en er á sérstöku tilboðsverði kr. 1500 til 15 júlí. Áhugasamir hafi samband við talfraedingurinn@visir.is.

Málefli

Þú getur gerst meðlimur í Málefli með því að senda póst á malefli@malefli.is eða skrá þig á heimasíðu félagsins.

Friday 29 January 2010

Tengsl málþroskafrávka og afbrota

Tengsl málrþroskafrávika og afbrota hjá ungu afbrotafólki er há í Bretlandi. Í 7000 manna úrtaki ungra afbrotamanna voru 60% með frávik í tali og málþroska.
Á mörgum stöðum hafa meðferðarúrræði verið þróuð. Þau eru oftast byggð á samtalsmeðferðum annað hvort einstaklingslega eða í hópum. Það hefur komið fyrir að hætt hafi verið við þessi meðferðarúrræði vegna þess að markmiðum þeirra var ekki náð t.d. að fækka starfsfólki við að flytja fanga milli staða. Sjaldan eða aldrei er lagt mat á tal- og/eða málþroska vistmanna. Getur verið að hegðun þeirra breytist ekki því þeir skilja ekki það sem talað er um í meðferðinni? Er fjöldi starfsmanna rétt viðmiðun til að meta árangur?
Hvernig er þessum málum háttað á Íslandi??
Betur má ef duga skal.

Tengsl málþroskafrávika og afbrota.

Tíðni málþroskafrávika hjá ungu afbrotafólki í Bretlandi er há. Töluverðum peningum hefur verið veitt í prógröm / þjónustu handa þessum krökkum. Flest þessara prógramma byggja á samtalsmeðferðum. Ekki hefur verið tryggt að þátttakendur skilji það sem fer fram á fundunum. Hætt hefur verið við sum meðferðarprógröm því þau skiluðu ekki þeim árangri sem vænst var. Í einu tilviki var viðmiðunin að það þyrfti færra starfsfólk til að flytja fangana á milli staða. Getur verið að gleymst hafi að huga að málþroska þátttakandanna þannig að þeir héldu áfram að vera jafn erfiðir og neikvæðir í hegðun því þeim var ekki hjálpað að skilja það sem fram fór á námskeiðinu. Betur má ef duga skal.

Friday 11 December 2009

Málefli, markmið í nóvember og desember

Ég hef gleymt að fara yfir hvernig gekk að vinna að markmiðum nóvembermánaðar. Ég fór yfir þessi atriði á facebook síðunni minni í byrjun nóvember.
Við hittum formann og framkvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands á mjög fróðlegum og upplýsandi fundi.
Við héldum kynningarfund um markmið og starf Máleflis fyrir Félag talkennara og talmeinafræðinga. Þar vorum við með 3 stuttar kynningar, tvær þar sem foreldrar sögðu frá reynslu sinni af að eiga barn með tal- og málhömlun og eina þar sem farið var yfir markmið félagsins. Við enduðum svo fundinn á að skipta þátttakendum í umræðuhópa til að ræða áhersluatriði í starfi félagsins.
Við undirbjuggum vinnufund á Sólheimum í Grímsnesi um áhersluatriði í starfi félagsins og buðum til hans öllum sem voru á stofnfundinum, foreldrum sem hafa lýst sig áhugasama um félagið og meðlimum á facebook síðu félagsins. Enginn boðaði sig á fundinn, þannig að við hættum við að halda hann.
Ekki er annað að gera að endurmeta stöðuna og nota aðrar aðferðir til að ná til foreldra og fagfólks. Ein hugmynd er að fara með umræðupunktana okkar inn á leikskóla og skóla og biðja starfsfólk þar að taka þátt í umræðunni. Við sjáum fyrir okkur u.þ.b. 60 - 90 mínútna fund þar sem félagið væri kynnt og þátttakendum síðan skipt í hópa og þeir beðnir að ræða ákveðin áhersluatriði sem við í stjórninni erum búin að skilgreina. Kannski þarf ekki kynningarfundinn, kannski verður bara nóg að biðja fólk að deila með okkur því sem þeim finnst mikilvægast að vinna að í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik. Allir áhugasamir vinnustaðir eru beðnir um að hafa samband við okkur (malefli@gmail.com).
Þá er bara eftir að finna út hvernig við fáum beint samband við foreldra.
Ein hugmynd er að boða til umræðu á netinu. Bjóða fólki að taka þátt í umræðunni og taka fyrir eitt umræðuefni í einu.

Við erum ekki búin að velja logó ennþá, en það verkefni er í vinnslu, með dyggum stuðningi frá O auglýsingastofunni.
Við héldum 2 eða 3 stjórnarfundi í nóvember, en erum einnig í stöðugu sambandi í gegnum tölvupóstinn.
Við höfum ákveðið að halda aðalfund Máleflis í byrjun eða um miðjan mars og undirbúum jafnframt heimasíðu félagsins.
Við tökum okkur frí í desember, en erum komin með heimavinnu, en það er að lesa skýrslu Berkco þingmanns frá UK um málefni barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik.
Næsti stjórnarfundur verður 9. janúar 2010.

Hugmynd :)

Það er auðveldara fyrir barnið þitt að hlusta og tala ef þú dregur úr hávaða í bakgrunninum t.d. með því að slökkva á sjónvarpinu, útvarpinu og tónlistinni. Barnið getur einbeitt sér að orðunum sem það heyrir og orðunum sem það notar. Geymum sjónvarpið (imbann) þar til börnin eru sofnuð.

"Hvað viltu fá í jólagjöf?"

Vissir þú að það tekur yfir 200 samskipti milli barns og fullorðins að skilja og svara spurningunni "hvað viltu fá í jólagjöf"?
Það tekur barn 50 tilraunir (samskipti) að skilja spurninguna og 150 tilraunir til að hugsa og mynda svar við henni. (Heimasíða I can, sótt 7.12.2009)